sunnudagur, 4. maí 2014

BarnamenningarhátíðVið erum búin að þræða alskonar skemmtilegar uppákomur á Barnamenningarhátíðinni 2014. Stelpurnar voru hæstánægðar með þetta allt saman. Í gær fórum við í Iðnó þar sem Alskonar fyrir börn var með nóg af afþreyingu og föndri. Við bjuggum líka til flugdreka og fórum á barnaball þar sem Valdimar og co. héldu upp fjörinu. Mamman var voða glöð að þurfa ekki að hlusta á Friðrik Dór eða Ingó eina ferðina enn, með fullri virðingu fyrir þeim. 

Við borðuðum svo yndislega góðan mat á Bergsson og komum við í Kolaportinu þar sem stelpurnar rótuðu í kössum og komu alsælar út með balletbúninga og fleiri múnderingar. 

Ég hjarta Reykjavík á svona dögum!miðvikudagur, 23. apríl 2014

Þessi tími ársinsÞetta blessaða prófatímabil kemur alltaf jafn mikið á óvart! Önnin er allt í einu búin og nú þarf að sýna afraksturinn. Í prófunum er eðlilegt að hella sér upp á kaffi þegar klukkan er að ganga tólf á miðnætti og  ekkert nema sjálfsagt að borða nammi í hádegismat. Prófljótan og stressið eru fastagestir og ég get alltaf bókað það að allavega annað barnið mitt verði veikt.

Í dag get ég glatt mig yfir því að vera búin með eitt próf af þremur. Ég náði að mala í tíu mínútur um foreldrahlutverkið, foreldrafræðslu og barnavernd, vonandi upp á svona áttu!

En þetta tekur fljótt af, bara vika í sumarfrí!miðvikudagur, 19. febrúar 2014

Cat Girl
Mig er búið að langa lengi í þessa mynd inn í herbergi til stelpnanna. Hún er eftir Fee Harding og fæst á  Etsy. Ég er búin að pinna hana oft á Pinterest og alveg búin að réttláta fyrir mér að þetta sé nauðsynjavara inn í barnaherbergið. 

 Nú er hún á á leiðinni!

þriðjudagur, 18. febrúar 2014

Morgunstund


Ég átti ljúfan morgun. Bananaklattar, rótsterkt kaffi og löng fræðigrein um feður og uppeldi. 

Ég nota venjulega ekki uppskrift þegar ég geri bananaklatta. Í morgun dassaði ég saman einum banana, einu eggi, smá möndlu- og haframjöli og smá slurk af möndlumjólk. Meðlætið með var St. Dalfour sulta og nokkrar kókosfkögur. Ljúffengt og gott!

Greinin er fínn lestur í morgunsárið. Afhverju taka feður síður ákvarðanir varðandi uppeldið? Afhverju fara karlmenn ekki eins undirbúnir inn í foreldrahlutverkið og hvaða þættir hafa áhrif á föðurhlutverkið? Áhuguvert að öllu leyti!

sunnudagur, 16. febrúar 2014

OYOY ElfÞessi krúttaði álfur kom heim með mér af 1000 kr. markaðnum á Kex í gær. Þar voru meistaranemar frá HÍ með flotta söfnunn til styrktar Barnaspítala Hringsins. Ég verslaði ýmislegt annað, meðal annars tvö gjafabréf á Dominos og betri helmingurinn er enn í fýlu yfir að ég hafi ekki keypt að minnsta kosti 10! Ég er hinsvegar ánægðust með danska álfinn sem mér finnst líklegast að Mýrin hafi gefið til verkefnisins. Hann kemur frá OYOY.

Ég er ekki búin að ákveða hvort hann fari inn til stelpnanna eða verði í stofunni þar sem allir geta notið hans.


miðvikudagur, 12. febrúar 2014

New York’s Finest


Götutískan í NYC - Myndir frá W Magazine


Blessuð börnin


Það er alltaf jafn yndislegt að sækja þessar tvær á leikskólann. Ásta tók reyndar eitt gott öskurkast á mömmu sína með tilheyrandi frekjulátum í anddyrinu eins og henni er einni lagið. Ég brosti bara vandræðilega til foreldrana sem horfðu á mig vorkunnar augum fyrir að eiga svona óþekkt barn. En ég var fljót að gleyma því þegar við vorum komnar út að leika. Þær eru bara bestar!

LinkWithin

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...